Intersport á Íslandi mun loka verslun sinni í Lindum i Kópavogi og mun opna þar í kjölfarið verslun Sports Direct. Þetta staðfestir Jón Helgi Guyðmundsson, forstjóri Norvik, sem er eigandi Intersport á Íslandi. Um er að ræða stærstu verslun Intersport á Íslandi í dag en fyrirtækið rekur tvær íþróttavöruverslanir á landsbyggðinni og tvær á höfuðborgarsvæðinu.

Alls hefur 27 manns verið sagt upp störfum vegna fyrirhugaðra lokunar Intersport en að sögn Jóns Helga er stór hluti þess hóps einstaklingar í hlutastörfum og eru heildarstöðugildi um 10.

„Þessi Intersport rekstur hefur verið ofboðslega erfiður frá hruni og við erum bara að reyna að þjappa okkur saman og ná vopnum okkar,“ segir Jón Helgi sem gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað tiltölulega fljótlega.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Ríkisskattstjóri undirbýr fleiri innsiglanir
  • Launin hæst hjá Íslandsbanka
  • Ríkisfyrirtæki trassa að skila ársreikningum
  • Eftirlit með fjárhagsstöðu Eirar var aðeins að forminu til
  • Norðmenn horfa til Íslendinga
  • easyJet hefur mikinn áhuga á Íslandi
  • Microsoft eignast Nokia
  • Við rýnum í uppgjör stóru bankanna
  • Birgir Örn Birgisson ræðir endurreisn Dominos
  • Ný verslun Tölvuteks opnai í Hallarmúla
  • Nýr kraftmikill Lexus lítur dagsins ljós
  • Brandenburg vann auglýsingaherferð fyrir Kjörís
  • Við ræðum við Helgu Margréti Helgadóttur sem er jarðfræðingur í Rúanda
  • Nýtt fyrirtæki ætlar að prenta varahlutina í þrívídd
  • Formaður BSRB segir kynbundinn launamun ákveðið áfall
  • Nærmynd af Finni Oddssyni, nýráðnum forstjóra Nýherja
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um kynjakvóta og lífeyrissjóði
  • Óðinn skrifar um Ronald Coase
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira.