*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 23. nóvember 2013 16:10

Sprenging hefur ekki áhrif á starfsemi Eimskips

Sprenging í olíuleiðslu í kínversku hafnarborginni Qingdao hefur ekki áhrif á starfsemi Eimskips.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Mikil sprenging sem varð í olíuleiðslu í kínversku hafnarborginni Qingdao mun ekki hafa áhrif á starfsemi Eimskips. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

"Eimskipafélag Íslands rekur fjórar starfsstöðvar í Kína og þar á meðal í hafnarborginni Qingdao. Þrátt fyrir ringulreið í borginni hefur þetta slys ekki haft áhrif á starfsemi félagsins þar. Enginn Íslendingur starfar fyrir Eimskip í Qingdao og ekki urðu slys á starfsmönnum félagsins."

Stikkorð: Eimskip