Innlán viðskiptavina Spron hafa verið flutt yfir til Nýja Kaupþings í dag en ekki liggur fyrir hvað gert verður við útlánin en segja má að þau séu í höndum skilanefndar bankans sem samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er nú að meta hvað verður gert við þau.

Gera má ráð fyrir að á milli 15 og 20 þúsund viðskiptavinir Spron hafi farið yfir til Nýja Kaupþings í dag en unnið hefur verið við það í allan dag að færa á milli bankanna. Aðeins útibú Spron í Borgartúni var opið í dag og var þá í raun og veru aðeins í að vísa viðskiptavinum áfram.