SPRON og LÍN hafa undirritað samning um að SPRON muni ábyrgjast greiðslur námslána hjá LÍN í stað sjálfskuldarábyrgðar foreldra eða forráðamanna. Geta námsmenn nú samið beint við SPRON um ábyrgð vegna námslána sinna.

Ábyrgð SPRON verður fyrir hvert skólaár í senn og þarf því að sækja um nýja ábyrgð árlega. Lántaka ber að greiða 2,5% lánsfjárhæðar í ábyrgðargjald auk 350 kr. afgreiðslugjalds og koma þessar greiðslur til frádráttar við útborgun lánsins.

Samninginn undirrituðu Ólafur Haraldsson framkvæmdastjóri, f.h. SPRON, og Gunnar Birgisson stjórnarformaður, f.h. LÍN.