Spron hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna synjunar Fjármálaeftirlitsins (FME) á virkum eignarhlut Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) í Icebank.

Þar kemur fram að vegna niðurstöðu FME ganga kaup SPM á 3% eignarhlut til baka til seljanda, Spron og Byrs sparisjóðs. Hlutur SPRON í sölunni var 1,17% eignarhlutur í Icebank.

„Þetta hefur óveruleg áhrif á eiginfjárstöðu Spron  þar sem hluturinn í Icebank var dreginn frá eiginfjárstofni í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2008 en ekki færður sem krafa á SPM. Vegna þessa hefur Spron gjaldfært 214m.kr. Eiginfjárhlutfall CAD breytist óverulega eða um 0,01%,“ segir í tilkynningu Spron.