Fjárfestirinn Warren Buffet sem barist hefur fyrir forsetaframboði Hillary Clinton skoraði á Donald Trump að mæta sér „hvar sem er, hvenær sem er“ þar sem þeir báðir myndu mæta með eigin skattframtöl og myndu svara spurningum almennings.

Kemur áskorunin í kjölfar þess að Trump hefur neitað að birta skattframtöl sín opinberlega með þeim rökum að skattyfirvöld hafi þau nú til skoðunar. Sagði Buffet að hans skattframtöl séu einnig til skoðunar hjá skattyfirvöldum.

„Þú ert aðeins hræddur ef þú hefur eitthvað til að vera hræddur um,“ sagði Buffet á kosningafundi í Omaha. „Hann er ekki hræddur vegna IRS, hann er hræddur við ykkur.“

Fjöldi gjaldþrota fyrirtækja Trumps

Gagnrýndi hinn 85 ára viðskiptajöfur orðspor Trump´s í viðskiptum, vegna fjölda gjaldþrota og sagði síðasta hálmstráið gagnrýni Trumps á foreldra íslamstrúaðans Bandaríkjamanns sem lést í Írak. Endurtók hann þar þekkta setningu frá McCarthy tímanum, „Hefur þú enga sómakennd, herra.“

Trump sagði í kjölfar ræðu Khiz Khan á landsþingi Demókrata um dauða sonar síns, að hann hefði fórnað sér fyrir Bandaríkin með því að ráða þúsundir á þúsundir ofan af fólki í vinnu. Sagði Buffet að Trump hefði grætt offjár og hefði ekki fórnað neinu.