Staða markaðsskuldabréfa var 3.969 í lok árs 2007 og hafði dregist saman um 108 milljarða króna, sem er minnkun upp á  2,7%, á árinu. Þetta er mikil breyting frá árinu 2006, en þá hækkaði staða þeirra um 1.243 milljarða króna, eða 43,8%, einkum vegna aukningar á bréfum útgefnum af innlánsstofnunum erlendis. Hins vegar lækkaði staða slíkra bréfa á árinu 2007 um 87 milljarða króna.

Lítil hækkun skráðra hlutabréfa

Markaðsvíxlar jukust á árinu um 167 milljarða króna og var þar nær eingöngu um að ræða víxla innlánsstofnana. Hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða jukust um 236 milljarða króna á árinu 2007 samanborið við 91 milljarð króna ári fyrr og voru 686 milljarðar króna í lok árs. Staða skráðra hlutabréfa var 2.570 milljarðar króna í lok árs og hafði hækkað um 26 milljarða króna á árinu samanborið við 780 milljarða króna ári fyrr.