Samkvæmt ársáætlun Lánasýslu ríkisins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að lánsfjárjöfnuður verði jákvæður um 10 milljarða króna og í kjölfarið verður óþarft fyrir ríkissjóð að sækja fé á markað á næsta ári. Hlutverk útgáfu á næstu ári verður því að stuðla að því að viðhalda markaðshæfni og styrkja vaxtamyndun innlendra ríkisverðbréfa en ekki bein fjárþörf.

Lánasýsla ríkisins mun á næsta ári hefja nýja útgáfu tveggja ára ríkisbréfaflokks sem verður gefinn út á sex mánaða frest og verður hver þeirra byggður upp í 15 milljarða króna í þremur mánaðarlegum útboðum. Stefnt er að útgáfu tveggja ára ríkisbréfa fyrir um 25 milljarða króna en til innlausnar koma ríkisbréf fyrir 20 milljarða. Útgáfa umfram innlausn verður því um 9 milljarðar króna.Þá verða verðbréfalán til aðalmiðlara aukin þannig að í boði verða allt að 15 milljarðar í hverjum flokki í stað 10 áður.

Lánahreyfingar ríkissjóðs á innlendum markaði umfram innlausn nema þremur milljörðum og fyrirhugað er að nýta það fé til að hækka innistæðu ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands.