Fyrr í þessum mánuði greindi Viðskiptablaðið frá skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar sem gefin var út nýlega í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Samhliða henni var gerð könnun meðal stjórnenda í verslun á horfum seinni hluta ársins. Í henni kom m.a. fram að þriðjungur þeirra telji að starfsmönnum muni fækka á seinni helmingi ársins.

Ráðningarmiðlunin Vinna.is, sem er í eigu Capacent, hefur m.a. sérhæft sig í ráðningum starfsmanna í verslunar- og þjónustustörf, auk almennra framlínustarfa. Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningarstjóri hjá Vinna.is, segir erfitt að segja til um hvernig aðstæður á vinnumarkaði þróist nú yfir hásumarið. Hins vegar muni þetta að öllum líkindum skýrast í haust.

„Við finnum að það er komið ráðningarstopp hjá mörgum fyrirtækjum. Þau ætla mörg hver að sjá til eftir sumarfrí starfsmanna og taka stöðuna í haust. Þannig má segja að við finnum fyrir litlum breytingum þar, enn sem komið er – þetta er þannig séð eins og hver önnur sumarvertíð á ráðningarmarkaðnum.“

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .