Borgarráð hélt í dag aukafund vegna fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Annar fundur verður haldinn á morgun klukkan tíu þar sem málið verður rætt frekar.

Orkuveitan hyggst birta ársreikning sinn í vikunni. Samhliða verður kynnt áætlun um fjármögnun félagsins. Líkt og greint hefur verið frá hefur gengið erfiðleika hjá Orkuveitunn að leita fjármagns, þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir á síðasta ári. Meðal aðgerða sem eru til umræðu eru frekari niðurskurður á rekstrarkostnaði, gjaldskrárhækkanir og frestun verkefna.

RÚV greindi frá því í dag að Orkuveitan komi ekki til greina sem lántaki að mati Norræna fjárfestingarbankans, að því er kemur fram í minnisblaði forstjóra OR um leit félagsins að erlendu lánsfé. Að mati bankans er lánshæfi OR óviðunandi.