Alcoa hefur á undanförnum árum átt í viðræðum við Landsvirkjun og fleiri aðila um kaup á orku, annars vegar til að stækka álverið á Reyðarfirði og hins vegar stóð til að reisa annað álver á Bakka við Húsavík. Þeim umræðum hefur sem kunnugt er verið slitið en vonir standa enn til þess að stækka og auka framleiðslugetu á Reyðarfirði, ef mögulegt er.

„Við einbeitum okkur að því núna að fá sem mest út úr þeirri framleiðslu sem við erum með í dag,“ segir Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa fjarðaráls, og bætir því við að áhugi sé á að stækka álverið, fáist til þess orka á góðu verði.

„Þetta ræðst mikið af orkuverði og við viljum auðvitað fá orku á hagstæðu verði. Hörður er skynsamur maður og einn daginn kemur hann með gott tilboð,“ segir Janne og hlær, en þar vísar hún til Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar.

Nánar er fjallað um málið í sérstöku Orkublaði sem fylgir með Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.