Íslandsbanki
Íslandsbanki
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Eignir íslenska bankakerfisins eru í dag álíka miklar og tvær landsframleiðslur, og hafa eignirnar minnkað frá falli bankanna frá því að vera um fimm sinnum meiri en í dag. Fjármálastofnanirnar eru fjórtán í dag en voru 23 fyrir krísu. Bent er á þetta í skýrslu starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í gær.

Þar segir að samdráttur kerfisins hafi helst verið náð með því að færa innlendar eignir til nýrra banka. Tapið féll að mestu leyti á kröfuhafa. Sjóðurinn segir að úrvinnsla á skuldastöðu heimila og fyrirtækja miði loksins áfram og muni hjálpa við að reisa bankana og einkafyrirtæki.