Stafir Lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna tóku báðir þátt í hlutafjáraukningu hjá Nýherja sem tilkynnt var til Kauphallarinnar í síðustu viku.

Samkomulag hefur nú náðst við lánadrottna um endurskipulagningu á fjárhag félagsins.

Samkvæmt flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar hafa sjóðirnir lagt fram um 7 milljónir að nafnvirði í hlutafé hvor. Starfir fara nú með 5,7% hlutafjár en Lífeyrissjóður verzlunarmanna 5,2%.

Eins og greint var frá í tilkynningu Nýherja innborgast hluti af nýju hlutafé í desember. Að nafnvirði er það um 120 milljónir en 840 milljónir miðað við markaðsvirði viðskipta.