Stjórnendur Standard Chartered hafa samþykkt að greiða sekt vegna svika. Breski bankinn var ásakaður um að eiga í viðskiptum við íranska banka í viðskiptabanni. Þetta kemur fram á Vísi í dag.

Bankinn mun því greiða bandarískum yfirvöldum því sem nemur fjörtíu og einum milljarði króna í sekt.

Stjórnendur hafa játað sök að hluta en bankinn er sakaður um að hafa falið um sextíu þúsund færslur.

Hlutabréf í Standard Chartered hækkuðu um 5,5% í kauphöll Hong Kong í nótt þegar samkomulag náðis en talið er að skaðinn hafi verið lágmarkaður með þessu samkomulagi.