Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs áfram á athugunarlista með neikvæðum horfum vegna áframhaldandi óvissu um erlent lánsfé. Óvissa ríkir áfram um aðgang að nægu erlendu lánsfé til að styðja við efnahagslega aðlögun Íslands og áætlun um afnám gjaldeyrishafta um leið og stefnt er að þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave]lögin 6. mars 2010.

Lánshæfiseinkunnir fyrir Ríkissjóð Íslands, „BBB]/A]3“ í erlendri mynt og „BBB+/A]2“ í innlendri mynt, verða áfram á athugunarlista með neikvæðum horfum næstu þrjá mánuði, til aprílloka 2010.

Búist er við niðurstöðu um lánshæfismatið þegar frekari upplýsingar um aðgang að erlendu lánsfé liggja fyrir, sem verður mögulega ekki fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hinn 29. janúar 2010 lýsti Standard & Poor’s því yfir að lánshæfiseinkunnir fyrirtækisins „BBB]/A]3“ í erlendri mynt til langs og skamms tíma og „BBB+/A]2“ í innlendri mynt til langs og skamms tíma fyrir ríkissjóð Íslands yrðu áfram á athugunarlista eins og þær hafa verið með neikvæðum horfum frá 5. janúar 2010.