Norðmaðurinn Jens Ulltveit-Moe hefur tryggt sér réttinn til að reka Starbucks kaffikeðjuna í Skandinavíu í gegnum félag sitt, Umeo Restaurant Group. Félagið rekur meðal annars Burger King og T.G.I. Fridays í Noregi til viðbótar við Peppes Pizza fyrir þá sem þekkja vel til veitingastaða í Noregi enda ein vinsælasta og útbreiddasta Pizza-keðjan í Noregi.

Stefnan er sett á að Starbucks verði leiðandi á kaffimarkaði í Skandinavíu innan þriggja ára. Starbucks hafa lengi sýnt áhuga á þessum markaði en fjármálakreppan og slæmar sölutölur hafa hindrað frekari vöxt. Í dag er til að mynda Starbucks rekið á Gardermoen flugvellinum í Noregi, en einungis átta útsölustaðir eru í Noregi og Svíþjóð í dag. Nú stendur til að fjölga þeim til muna. Þetta kemur fram í frétt E24 um málið.