*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Erlent 24. júlí 2015 10:31

Starbucks seldi fyrir fimm milljarða dali

Tekjur kaffihúsakeðjunnar Starbucks hafa aldrei verið hærri.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Alþjóðlega kaffihúsakeðjan Starbucks hagnaðist um 627 milljónir dala á síðasta ársfjórðungi, sem er 22% aukning frá sama tíma í fyrra. BBC News greinir frá uppgjöri félagsins.

Tekjur fyrirtæksins hafa aldrei verið hærri en þær jukust um 18% á milli ára og námu nú 4,9 milljörðum dala. Tekjuaukningin orsakast að mestu af opnun nýrra kaffihúsa auk þess sem fyrirtækið keypti út japanskan samstarfsaðila sinn, Starbucks Japan, fyrr á árinu.

Í sölutölum fyrirtækisins kemur fram að það hafi veitt 23 milljónum fleiri viðskiptavinum þjónustu á tímabilinu borið saman við sama tíma í fyrra. Af þeim eru 18 milljónir frá Bandaríkjunum.

Stikkorð: Starbucks