Starfsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) fóru í 37 ferðir til útlanda á kostnað skattgreiðenda á síðasta ári.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið í lok janúar kom fram að starfsmenn ríkisfyrirtækisins hefðu farið í 30 utanlandsferðir fyrstu níu mánuði ársins, og var þar vísað í svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns um utanlandsferðir opinberra starfsmanna.

Sem fyrr segir var ítarlega fjallað um málið í Viðskiptablaðinu 26. janúar sl. Viðskiptablaðið hafði þá sent fyrirspurn til ÁTVR og spurt um tilgang ferðanna í ljósi þess að ÁTVR flytur ekki inn eina einustu flösku af áfengi. Í fyrrnefndu svari fjármálaráðherra kom fram að vínferðir og vínsýningar voru gefnar sem ástæður fyrir utanlandsferðum starfsmanna ÁTVR auk fjölda funda vegna verkefna sem tengjast „samfélagslegri ábyrgð“ eins og það er orðað í skýringum ríkisfyrirtækisins.

Viðskiptablaðið sendi ÁTVR fyrirspurn um ferðir starfsmanna síðustu þrjá mánuði ársins. Í svari ÁTVR kemur fram að farnar voru sjö utanlandsferðir. Kostnaður við þessar sjö ferðir var tæpar 1,7 milljón- ir króna. Heildarkostnaður við utanlandsferðir starfs manna ÁTVR nam því á síðasta ári rúmri 8,1 milljón króna.

Sem fyrr segir er um 37 ferðir að ræða. Af þeim var tilgangur sjö ferða fundir vegna samfélagslegrar ábyrgðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.