Eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun í bankakerfinu vinnur nú að því að ráða a.m.k. tvo starfsmenn til að efla hjá sér starfsemina. María Thjell, formaður nefndarinnar og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að nauðsynlegt væri að efla starfsemi nefndarinnar svo hún geti sinnt hlutverki sínu með öflugum hætti.

„Það eru mörg verkefni sem við þurfum að sinna og því nauðsynlegt að ráða starfsfólk til að sinna þessum mikilvægu verkefnum betur.“ Í nefndinni sitja auk Maríu Þórólfur Matthíasson prófessor og Sigríður Ármannsdóttir.