Á dögunum skrifuðu Gaman Ferðir undir samning við starfsmannafélag VÍS um að sjá um árshátíð fyrirtækisins árið 2015 en þá verður ferðinni heitið til Berlínar. Í kringum 350 manns fer utan í árshátíðarferðina.

Fram kemur í tilkynningu að mikil aukning hafi verið í hópadeild Gaman Ferða undanfarið. Sem dæmi hafi Gaman Ferðir séð um um árshátíðarferð Wurth á Íslandi til Berllínar í byrjun maí.

Gaman Ferðir hefur frá stofnum sérhæft sig í skemmtilegum ferðum fyrir Íslendinga til útlanda, meðal annars fótboltaferðum, tónleikaferðum og sérhæfðum hópferðum.