Alcoa tekur nú þátt í að reisa álver í Sádí-Arabíu og verður verksmiðjan ein sú tæknilega fullkomnasta í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem Alcoa tekur þátt í að reisa álver í Miðausturlöndum.

Framleiðsla á að hefjast á næsta ári og er af því tilefni væntanlegur hingað til lands þrjátíu manna hópur starfsnema frá Sádí-Arabíu. Hópurinn mun fá þjálfun hjá Fjarðaráli í nokkra mánuði undir handleiðslu reyndra starfsmanna álversins við Reyðarfjörð.

Í tilkynningu frá Fjarðaáli er haft eftir Janne Sigurðssyni, forstjóra fyrirtækisins, að mikil ánægja ríki með heimsóknina enda felist í henni traust og viðurkenning á því hve Fjarðaál standi framarlega í áliðnaðinum. „Við erum stolt yfir því að hafa verið valin til að veita þessa grunnþjálfun.“

Í nemahópnum sem kemur næstkomandi sunnudag eru framkvæmdastjóri kerskála, framleiðslustjóri, framleiðsluverkfræðingur, leiðtogar, framleiðslustarfsmenn kerskála og iðnaðarmenn.