Gengi norska olíufyrirtækisins Statoil lækkaði um 3% við opnun markaðar á föstudag í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði framleiðsluspá sína fyrir 2006 og 2007, segir í frétt Dow Jones.

Fyrirtækið segir að tafir vegna framleiðslu séu orsök minnkunarinnar, en fyrirtækið mun ekki endurskoða spá um olíubirgðir sínar.

Framleiðsluspá Statoil er nú 1,14 milljón olíuföt á dag, en í júlí var framleiðsluspáin 1,175.

Framleiðsluspá fyrir árið 2007 er 1,3 milljón olíuföt á dag, en lækkun á framleiðsluspá mun þýða hærri framleiðslukostnað fyrir hvert olíufat.