Statoil og Norsk Hydro hafa lagt fyrir hluthafa samrunaáætlun um gas- og olíuframleiðslu fyrirtækjanna, segir í frétt Dow Jones.

Samrunin er háður samþykki hluthafa og yfirvalda, en talið er að honum verði lokið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Fyrirtækið mun fá nýtt nafn.

Sameinuð olíuframleiðsla fyrirtækjanna yrði 1,9 milljón olíuföt á dag og olíubirgðir þeirra nema 6,3 milljörðum olíufata. Álframleiðsla Norsk Hydro mun standa áfram sem stakt fyrirtæki.

Bréf í Norsk Hydro hafa hækkað um 22% í dag og Statoil um 5,8%.

Hluthafar Statoil munu eiga 67,3% í nýja fyrirtækinu og hluthafar Norsk Hydro 32,7%. Norska ríkið mun því eiga 62,5% í nýja fyrirtækinu.