Stefnt er að því að skuldabréfaútgáfur Landsvirkjun verði í auknum mæli án ríkisábyrgðar. Þetta segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, í samtali við Morgunblaðið.

„Hvort sem það gerist með minni eða stærri skuldabréfaútgáfum verður tíminn hins vegar að leiða í ljós,“ segir hann. Greint var frá því í fyrra dag að Landsvirkjun hefði í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins gefið út skuldabréf án ríkisábyrgðar. Útgáfan nam 30 milljónum dala, jafnvirði 3,6 milljarða króna. Morgunblaðið segir kaupendur íslenska lífeyrissjóði.

Rafnar segir að þótt ekki hafi verið um háa upphæð að ræða miðað við efnahagsreikning Landsvirkjunar þá telji hann útgáfuna mikilvæga til að sýna öðrum mögulegum fjárfestum að fyrirtækinu hafi tekist að opna á slíka skuldabréfaútgáfu.