Zhongkun Europe, félag kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Íslandi, hefur aukið hlutafé sitt úr 1,2 milljónum króna í 23,5 milljónir og hyggst félagið taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands. Halldór Jóhannsson, talsmaður Nubo hér á landi, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hlutafjáraukningin hafi verið gerð í febrúar og félaginu breytt úr einkahlutafélagi í hlutafélag svo það geti tekið þátt í gjaldeyrisútboðinu. Félagið hyggst aðeins bjóða lágmarksupphæð í útboðinu, 25.000 evrur sem jafngildir um fjórum milljónum króna.

Halldór segir að þótt félag Nubo hafi ekki enn fengi leyfi til fjárfestinga hér, s.s. á Grímsstöðum á Fjöllum, þá þurfi það að greiða fyrir ýmsa þjónustu, s.s. lögfræðinga og endurskoðenda. Krón- urnar sem félagið fær fyrir gjaldeyri verða m.a. notaðar til þess en einnig til að undirbúa fjárfestingar hér á landi.

Halldór segir að félagið verði að vera tilbúið til fjárfestinga, fái það leyfi til þess. Huang vill reisa hótel og fleira á Grímsstöðum á Fjöllum og kaupa hótel á höfuðborgarsvæðinu. Leyfi hefur ekki fengist en félag. Í blaðinu segir að Nubo stefni á að senda inn nýja umsókn innan skamms.