Úrvalsvísitalan hækkaði um 8,6% á fyrstu 12 dögum ársins og nam hækkunin 0,9% í dag, segir greiningardeild Landsbankans.

?Má til gamans geta þess að ef hlutabréf hækka með sama hraða út árið mun hækkunin nema ríflega 1.100% við lok ársins" segir greiningardeildin, sem spáir þó ekki 1.100% hækkun á Úrvalsvísitölunni.

Frá upphafi ársins 2003 hefur Úrvalsvísitalan hækkað um samtals 400% og telur greiningardeild Landsbanks að ekki sé útlit fyrir verðlækkanir í nánustu framtíð.

Lokagildi vísitölunnar í dag var rúmlega 6.009 stig og er þetta í fyrsta sinn sem vísitalan lokar yfir 6.000 stigum.