FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH, en fjallað er um málið í Fréttablaðinu og á visir.is .

Hinn danski FIH Erhvervsbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010.

Pandora
Pandora
© vb.is (vb.is)