*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 29. nóvember 2021 09:31

Stefnir í vöxt í jólaverslun

Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana verði 115 milljarðar yfir jólamánuðina.

Ritstjórn
Jólaverslun mun aukast lítillega í veltu í ár.
Haraldur Guðjónsson

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hefur endurvakið spá um jólaverslun ársins en verkefnið hefur legið í dvala frá árinu 2016. 

Samkvæmt spánni í ár áætlar RSV að velta smásöluverslunar yfir jólamánuðina, nóvember og desember, aukist að nafnvirði um 3,86% frá fyrra ári. Aukningin í fyrra náði miklum hæðum og nam 17,4% þegar samkomu- og ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldurins voru allsráðandi. 

Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana verði í ár tæpir 115 milljarðar króna yfir jólamánuðina. Veltan aukist því um 5 milljarða frá því í fyrra, á breytilegu verðlagi.

Spá RSV gerir ráð fyrir því að verslun yfir jólamánuðina verði 59.715 kr. meiri á mann miðað við aðra mánuði ársins, sem gera rúmlega 238.800 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Stikkorð: jólaverslun