Stefnt er að 14,2 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár sem lagt fram fram á Alþingi áðan. Tekjurnar aukast um 21 milljarð frá fjárlögum yfirstandandi árs en útgjöldin um 16,8 milljarða.
Lánsfjárafgangur er áætlaður 9,6 milljarðar og verður 6,6 milljörðum varið til að greiða niður skuldir ríkissjóðs auk þess sem greitt verður inn á lífyeirsskuldbindingar ríkisins.
Framlög til menntamála hækka mest í krónum talið eða um næstum 3 milljarða, sem er 12% hlutfallsleg hækkun.
Nú lítur út fyrir að afgangurinn á yfirstandandi ári verði 28,2 milljarðar að frátöldum áhrifum af sölu Landssímans, en 83,5 milljarðar sé hún tekin með í reikninginn. Í fjárlögum var ert ráð fyrir 10 milljarða afgangi.