Ákveðið hefur verið að auka eigið fé Stoðir Group um 40 milljarða króna frá því sem nú er og stefnt er að skráningu félagsins á OMX Nordic Stock Exchange á næstu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu Baugs vegna skipulagsbreytinga.

Skarphéðinn Berg Steinarsson sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Property & Investments (eigna og fjárfestingasviðs) mun taka við starfi sem forstjóri nýs félags, Stoðir Group, sem er að meirihluta í eigu Baugs. Fyrirhugað er að innan þess verði stærstu eignir Baugs á sviði fasteignareksturs, s.s. Fasteignafélagið Stoðir og
eignarhluti félagsins í Keops og Nordicom í Danmörku.

Kristín Jóhannesdóttir verður stjórnarformaður Stoða Group.