Skiptum er nú lokið á þrotabúi veitingastaðarins Basil & Lime sem var staðsettur á Klapparstíg í Reykjavík. Staðurinn opnaði í byrjun október árið 2008 og var áhersla lögð á ítalskan mat á viðráðanlegu verði.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði Basil & Lime gjaldþrota 18. jan- úar síðastliðinn en skiptum lauk 31. ágúst.

Engar geiðslur fengust upp í lýstar kröfur sem námu 7.148.270 krónum. Samkvæmt kröfuskrá voru kröfuhafar þrettán talsins. Stærstu kröfuhafarnir voru Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Tollstjórinn, lögfræðideild Landsbankans og Endurskoðun ÞÞJ ehf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.