Frumvarp um fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt á Alþingi síðdegis í dag. Þrjátíu og einn þingmaður samþykkti frumvarpið í atkvæðagreiðslu. Það fer nú aftur til fjárlaganefndar áður en haldið er til þriðju umræðu og svo til lokaatkvæðagreiðslu.

Steingrímur J. Sigfússon kaus með frumvarpinu. „Vaðlaheiðargöng verða talin meðal lykilmannvirkja í samgöngukerfi landsins,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að þeim yrði þá jafnað við önnur mikil mannvirki eins og Borgarfjarðarbrúnna og Hvalfjarðargöng. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sat hjá og sagði það vegna þess að um ríkislán væri að ræða sem hann gæti ekki stutt.

Samkvæmt frumvarpinu fær fjármálaráðherra heimild til að ábyrgjast 8,7 milljarða lán vegna ganganna.