Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Vinstri grænna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, hefur óskað eftir fundi í nefndinni við fyrsta tækifæri.

Tilefnið er staða nýgerðra kjarsamninga í kjölfar frétta af verðhækkunum, bæði hjá hinu opinbera og á almennum markaði, umfram forsendur. Steingrímur óskaði jafnframt eftir því að fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra og forysta Samtaka atvinnulífsins verði kölluð á fundinn til þess að skýra stöðuna og hvernig standa eigi við gerða kjarasamninga.

„Það ljóst að þær hækkanir sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga ganga eftir geta étið upp takmarkaðan ávinning almenns launafólks af nýgerðum kjarasamningum,“ segir Steingrímur.

Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja hafa stigið fram í dag og tilkynnt ákvörðun um að lækka vöruverð eða hætta við hækkun vöruverðs. Þannig ætlar Emmessís til dæmis að hætta við að hækka verð á sínum vörum. Matfugl ehf. hefur ákveðið að lækka verð á sínum vörum um allt að 5%. Loks hefur Reykjavíkurborg ákveðið að hætta við gjaldskrárhækkanir Bílastæðasjóðs.