Norræna lággjaldaflugfélagið Sterling hefur ákveðið að selja 49% hlut í nýrri viðhaldseiningu, sem áætlað er að stofna í febrúar á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu.

Sterling, sem er í eigu FL Group, mun stofna sérstakt félag um eininguna og aðskilja frá flugrekstrinum. Dönsku fyrirtækin LD Equity og ASA Management hafa samþyktt að kaupa hlutinn, en kaupverðið var ekki fáanlegt. Reiknað er með að salan gangi eftir í febrúar næstkomandi.

Áætlað er að Sterling selji félagið, sem nefnist Essential Aircraft Maintenance Services, að fullu í maí á næsta ári.