Ari Bergmann Einarsson, stjórnarmaður í Spron [ SPRON ], seldi í dag tæplega helming bréfa sinna í félaginu fyrir 103 milljónir króna. Um var að ræða 25 milljónir hluta og var sölugengið 4,125 krónur á hlut, samkvæmt tilkynningu í Kauphöllinni.

Það var Arol ehf., félag í eigu Ara Bergmann, sem seldi bréfin. Eftir viðskiptin á hann 520.152 hluti í Spron en aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga tæplega 31 milljón hluti, samkvæmt tilkynningunni. Miðað við sölugengi er markaðsverð hlutanna sem eftir eru um 127 milljónir króna.

Spron hefur hækkað um 0,23% í dag.