Á aðalfundi Hampiðjunnar fyrir viku var samþykkt að þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár verði 700 þúsund krónur og formaður fái þrefaldan þann hlut.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins. Bragi Hannesson er formaður hennar. Samþykkt var að greiða rúmlega 124 milljóna arð til hluthafa, eða sem nemur 1,9% af eigin fé Hampiðjunnar í árslok. Þá var samþykkt tillaga um heimild til kaupa á eigin hluti í félaginu.

Heimildin gildir í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé á hverjum tíma, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar.

Jón Guðmann Pétursson er forstjóri Hampiðjunnar.