Í nýútkominni skýrslu Úttektarnefndar lífeyrissjóðanna er nefnd sérstaklega skylda starfsmanna og stjórnarmanna lífeyrissjóða til að gefa upp hlutabréfaeign sína. Fram kemur í skýrslunni að nokkrir sjóðir voru með sérstakt undanþáguákvæði gagnvart stjórnarmönnum, þ.e. að þeir þurftu ekki að gefa upp hlutabréfaeign sína. Sérstaklega eru nefndir fjórir sjóðir, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið í rekstri hjá Landsbankanum.

Þetta voru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna og lífeyrissjóðurinn Kjölur. Þeir töpuðu samtals rúmum 15 milljörðum króna.

Innri endurskoðendur gerðu athugasemdir við þetta fyrirkomulag árið 2009 hjá Íslenska lífeyrissjóðnum og sögðu að eðlilegt væri að gera þá kröfu til stjórnar lífeyrissjóðs að upplýsa um verðbréfaeign sína og öll eigin viðskipti meðan á stjórnarsetu stendur án nokkurrar undanþágu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.