Stjórnendur franska stálframleiðandans Arcelor og rússneska samkeppnisaðilans Severstal verja áætlaðan samruna fyrirtækjanna kröftuglega, segir í frétt frá Dow Jones Newswires.

Fyrirtækin kveða niður gagnrýnisraddir frá hluthöfum og heita því að þeim verði gert grein fyrir forsendum samrunans í mánaðarlok.

Hluthafar sem eiga meira en 20% hlut í Arcelor hafa skrifað undir formlega beiðni til að þvinga fram hluthafafund, með það að markmiði að reyna að stöðva áætlaðan 13 milljarða evra (1.200 milljarða króna) samruna fyrirtækjanna