*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 14. nóvember 2014 15:25

Stjórnendur Costco skoðuðu aðstæður á Íslandi

Forsvarsmenn bandarísku verslunarkeðjunnar Costco voru staddir á Íslandi í vikunni.

Ritstjórn

Stjórnendur bandarísku verslunarkeðjunnar Costco komu til Íslands í vikunni til þess að skoða aðstæður og innflutningsmál. Þetta segir lögmaður fyrirtækisins á Íslandi í samtali við mbl.is.

Guðmundur Ingvi Sigurðsson er lögmaður Costco, en hann segir að málið sé ekki komið á endastöð. „Þetta er að þróast og mjakast áfram. Ég veit ekki hvenær lokaákvörðun verður tekin en eins og þessu hefur verið lýst fyrir mér verður það alltaf forstjórinn sem mun á endanum segja af eða á þegar nægur undirbúningur hefur farið fram.“

Guðmundur segir ekkert eitt atriði standa því í vegi að verslunarkeðjan komi hingað til lands. Eigendurnir vilji kynna sér landið og reglurnar vel og vita hvað vörurnar komi til með að kosta og hvar sé ódýrast að flytja þær inn.