Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður slæmar og horfur versna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann.

Niðurstöðurnar benda til að 72% stjórnenda telji aðstæður vera slæmar, 26% að þær séu hvorki góðar né slæmar en 2% að þær séu góðar. Fleiri stjórnendur telja að ástandið versni en batni á næstunni. Flestir telja þó að astæðurnar muni ekkert breytast.

Þá er svartsýnin meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Meiri svartsýni gætir í iðnaði og sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum.

Í könnuninni kemur fram að stjórnendur telja ekki horfur á að fjárfestingar fyrirtækja muni aukast á árinu. Rúmur helmingur stjórnenda telur að fjárfestingar fyrirtækjanna verði svipaðar á þessu ári og í fyrra, fjórðungur að þær verði minni en tæpur fjórðungur að þær verði meiri. <ð>Þá telja flestir stjórnendur að þeir búi við nægt framboð af starfsfólki. Skortur á starfsfólki er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og þær atvinnugreinar sem helst skortir starfsfólk eru sjávarútvegur og sérhæfð þjónusta. Þá er skortur á starfsfólki áberandi hjá útflutningsfyrirtækjum en í öðrum fyrirtækjum.

Capacent
Capacent

Könnun SA og Seðlabankans