Fyrrverandi framkvæmdastjóri, rekstrarstjóri og framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Iceland Seafood International keyptu í fyrirtækinu fyrir samtals 56,1 milljón króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri ISI, Helgi Anton Eiríksson, keypti hluti í fyrirtækinu fyrir 18,7 milljónir króna. Rekstarstjóri fyrirtæksins, Lee Camfield, keypti einnig fyrir 18,7 milljónir og framkvæmdarstjóri dótturfyrirtækis ISI, Allen Townsend, keypti fyrir sömu upphæð.

Í morgun var greint frá því að Bjarni Ármannsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Seafood en hann var áður stjórnarformaður fyrirtækisins.