*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 23. janúar 2019 15:30

Stjórnendur kaupa í Iceland Seafood

Stjórnendur hjá Iceland Seafood keyptu í fyrirtækinu fyrir samtals 56,1 milljón króna.

Ritstjórn
Bjarni Ármannsson, nýráðinn forstjóri ISI
Eggert Jóhannesson

Fyrrverandi framkvæmdastjóri, rekstrarstjóri og framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Iceland Seafood International keyptu í fyrirtækinu fyrir samtals 56,1 milljón króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri ISI, Helgi Anton Eiríksson, keypti hluti í fyrirtækinu fyrir 18,7 milljónir króna. Rekstarstjóri fyrirtæksins, Lee Camfield, keypti einnig fyrir 18,7 milljónir og framkvæmdarstjóri dótturfyrirtækis ISI, Allen Townsend, keypti fyrir sömu upphæð.

Í morgun var greint frá því að Bjarni Ármannsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Seafood en hann var áður stjórnarformaður fyrirtækisins. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is