Mönnum hitnar ævinlega í hamsi í kringum kosningar, hvort sem það eru forsetakjör eða skoðanakönnun um hundahald. Afstöðukönnun vegna frumvarps stjórnlagaráðs var þar engin undantekning. Meðal þess sem dyggir fylgismenn frumvarpsins kvörtuðu undan var fjölmiðlaumfjöllun, sem þeim fannst allt of lítil miðað við tilefnið.

Af súluritinu og töflunni hér að neðan, sem sýna tölfræði Fjölmiðlavaktarinnar um fjölmiðlaumfjöllunina í kosningavikunni, verður ekki ráðið að sú gagnrýni eigi við rök að styðjast. Bæði stóru dagblöðin sinntu málinu mjög vel og hið sama má segja um Ríkisútvarpið. Þá birtu bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið aðsendar greinar um kosningarnar, um 30 greinar hvort blað.

Stjórnlagaráð og það allt
Stjórnlagaráð og það allt