Skiptum lauk á þrotabúinu Tölt ehf. rétt fyrir síðustu mánaðamót. Leikararnir og hestamennirnir Hilmir Snær Guðnason og Jóhann Sigurðarson stofnuðu félagið árið 1999 í kringum hestamennsku sína og keyptu þeir saman jörð á Suðurlandi til að sinna áhugamálinu.

Félagarnir tóku lán í erlendri mynt fyrir jarðakaupunum. Í gengishruninu tvöfaldaðist lánið og var úr að lánveitandi þeirra, Kaupþing, gekk að veðum og tók jörðina til sín. Samkvæmt síðasta ársreikningi Tölts námu skuldir félagsins 87 milljónum króna undir lok árs 2007. Lýstar kröfur í þrotabúið eru lýsandi fyrir gengishrunið en þær námu 168,4 milljónum króna.

Félag þeirra Hilmis Guðni og Jóhanns var úrskurðað gjaldþrota árið 2010.

Skiptastjóri segir ástæðu þess að langan tíma hafi tekið að loka búinu þá að bifreið hafi ekki fundist sem þrotabúið átti. Bíllinn reyndist eldgamall. Hann fannst nýverið úti á túni og var afskrifaður.