Töluverð umræða hefur spunnist um ferðaþjónustuna vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hér á landi. Í leiðara fréttabréfs Samtaka ferðaþjónustunnar segir Helga Árnadóttir, formaður samtakanna, að stjórnvöld verði að bregðast hratt við, þau verði að gera sér betur grein fyrir tækifærunum sem í greininni felast og að það þurfi að verja fjármagni í ferðamál.

Staðreyndin sé nefnilega þessi: „You have to spend money to make money!“

Hún segir að verst sé „þegar stjórnmálamenn, almenningur eða jafnvel ferðaþjónustuaðilar sjálfir tala greinina niður, halda fram staðreyndaleysu sem byggir á tilfinningum frekar en rökstuddum tölum“.