Vörslu- og uppgjörsfyrirtækið T Plús hagnaðist um ríflega 18 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman um ríflega 4 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur félagsins námu 290 milljónum króna og stóðu nánast í stað frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 265 milljónum króna og jukust um 5 milljónir milli ára.

Eignir félagsins námu 322 milljónum króna í árslok og eigið fé 142 milljónum króna.