*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 21. september 2020 15:24

Stofnfiskur valinn birgir ársins

Framleiðandi á laxahrognum, Stofnfiskur, hlaut bresku verðlaunin Aquaculture Awards sem besti brigir ársins.

Ritstjórn
Jónas Jónasson er framkvæmdastjóri Stofnfisks.

Stofnfiskur, einn stærsti framleiðandi á laxahrognum í heiminum, hlaut verðlaun bresku fiskeldissamtakana sem birgir ársins (e. supplier of the year). Frá þessu er greint í fréttatilkynningu félagsins.

Verðlaunin heita Aquaculture Awards og þar eru veittar viðurkenningar í ýmsum flokkum til þeirra fyrirtækja sem skara fram úr á sínu sviði í fiskeldi. Verðlaunaafhendingin var rafræn í ár vegna covid. Félagið er í eigu Benchmark Genetics. 

„Vegna legu landsins og heilbrigði laxastofns Stofnfisks síðustu áratugi er auðvelt að flytja lifandi laxahrogn út um allan heim eða alls til 22 landa. Stofnfiskur getur selt laxahrogn allan ársins hring og þannig veitt viðskiptavinum sínum góða þjónustu. [...] Stofnfiskur hefur smám saman byggt upp næga framleiðslugetu til að framleiða allt að 200 milljón hrogn sem duga til framleiða um 500.000 tonn af laxi,“ segir í fréttatilkynningu félagsins.

Jónas Jónasson framkvæmdarstjóra Stofnfisk:

„Við höfum um árabil selt hrogn til Skotlands og núna verðum við að auka enn frekar framleiðsluna svo við eigum nóg til að sinna skoska markaðinum. Þetta hefur ekki verið auðvelt á tímum Covid vegna óreglulegra flugsamganga.  Ég vil nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki Stofnfisks fyrir frábæran árangur og um leið hamingjuóskir til þeirra allra. Við erum stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu á okkar starfi.“