Frá því var greint í gær að nýr fjárfestingaraðili kæmi að rekstri Nyhedsavisen og jafnframt að stefnt væri að því að skrá útgáfufélag þess á markað.

Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið að félagið hyggist minnka sinn hlut í útgáfu Nyhedsavisen úr 49% í 15%. Miðað er við að breytingar á eigendahópnum verði tilkynntar innan tíðar.

Þegar Þórdís er spurð hvort íslensku eigendurnir séu sáttir við sinn hlut, segir hún: „Það sem mestu máli skiptir er að verkefnið mun halda áfram. Okkar verkefni fólst í því að búa til stærsta blaðið, Morten Lund hefur tekið við boltanum og hann hefur nú náð að klára fjármögnunina.“

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .