Búast má við að þrír af fimm stjórnarmönnum Símans hverfi úr stjórninni á aðalfundi félagsins í mars.

Tilnefningarnefnd leggur til að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS og Mannvits, Arnar Þór Másson, stjórnarmaður hjá Marel sem og Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá TM komi ný inn í stjórnina. Vænta má þess að þau taki sæti í stað þriggja núverandi stjórnarmanna – Helgu Valfells, sem er varaformaður stjórnar, Kolbeins Árnasonar og Sylvíu Kristínar Ólafsdóttur.

Þá er lagt til að Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Símans og Stoða verði áfram í stjórninni sem og Bjarni Þorvarðarson, stjórnarformaður Coripharma.

Þá er lagt til að féalgið greiði 500 milljónir króna í arð vegna reksturs ársins 2020.