Skipting auðs milli hinna ríkustu og efnaminnstu á Íslandi er mun minni en í Bandaríkjunum, samkvæmt tölum ríkisskattstjóra. Þar kemur fram að efnaðasta 1% Íslendinga á um 14% af heildareignum á Íslandi, en í Bandaríkjunum var þetta hlutfall 34% árið 2007 og hefur hækkað síðan þá, samkvæmt frétt Forbes. Hér er rætt um brúttóeignir. Í Bandaríkjunum eiga svo efnuðustu tuttugu prósentin 85% af heildareignum, en á Íslandi eiga efnuðustu tuttugu prósentin um 61% heildareigna.

Samkvæmt tölum RSK átti ríkasta eitt prósentið hér á landi alls um 482 milljarða króna af heildareignum upp á um 3.800 milljarða króna.

Ríkustu tuttugu prósentin áttu því um 2.300 milljarða króna. Efnaminnstu fimm prósent Íslendinga eiga alls um 860 milljónir króna, eða um 0,02% heildareigna.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð.