Þeir eigendur iPhone-síma sem hafa beðið fullir eftiirvæntingar eftir því að fá stærri síma en iPhone 5 gætu þurft að sitja á strák sínum lengur en þeir gerðu ráð fyrir. Apple hefur sett nýja iPhone síma á markað á hverju ári upp á síðkastið og fór víst í taugarnar á mörgum hvað iPhone 5 og iPhone 5S voru miklu minni en fyrri gerðir símanna. Í haust er sjötta kynslóð iPhone síma væntanlegir á markað og hefur verið orðrómur á kreiki um að tveir símar líti dagsins ljós, einn sími með 4,7 tommu skjá og annar með 5,5 tommu skjá. Minni síminn er aðeins stærri en iPhone 5S en sá stærri álíka stór og LG G3. Til samanburðar er Samsung Galaxy 5S með 5,1 tommu skjá en hálfspjaldtölvan Nokia Lumia 1520 með 6 tommu skjá.

Bandaríska fréttastofan CBS segir nú að þeir sem eru ólmir í að eignast stærstu iPhone símana sem litið hafa dagsins ljós verði hugsanlega að bíða fram á næsta ár. Ástæðan sé sú að framleiðsla á símunum sé vandasamari en aðrar týpur símans auk þess sem vandamál eru tengd skjá símans og rafhlöðu hans.

Aðrir eru samt ekki á sama máli, s.s. fréttaveitan Bloomberg , sem hélt því fram í síðasta mánuði að báðar gerðir símanna koma á markað á sama tíma í haust.